Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.3.2007 | 08:50
Álver og raflínulagnir í jörð
Raflínulagnir í jörð eru dýrari (5 til 25 sinnum eftir því hversu þéttbýlt svæðið er sem þær liggja um og eftir því hversu há spenna er á línunni, 110 - 220 - 440 kV). Þær flytja mun minna (því minna sem hærri spenna er á línunni - helming á við loftlínu) og hafa mun minna rekstraröryggi (bila tvöfalt oftar og hafa vonda rafmagnsfræðilega eiginleika). Þetta leiðir af sér að háspennulagnir í jörð eru minna en 2% af öllum háspennulínum í Evrópu og minna en 1% á Íslandi, því skynsemin ræður á flestum stöðum... Að auki er jarðrask margfalt við lagningu og rif jarðstrengja á við loftlínu.
Ég tel að ALCAN hefði átt að eyða fjármagninu í önnur loforð, til að mynda að byggja upp meiri úrvinnslu á áli á iðnaðarlóðinni í Hafnarfirði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 12:29
Forn, ferskur og fær Kjalvegur
Kjalvegur og ferðaþjónusta á Norðurlandi
Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem vex hvað hraðast á Íslandi og er einnig teflt fram sem mótvægi við uppbyggingu stóriðju því fjárfesting bak við hvert starf í ferðaþjónustu virðist við fyrstu sýn mun minni en við hvert starf í stóriðju. Ferðaþjónusta byggir algerlega á góðum samgöngum og virðist stundum gleymast hversu mikilvægt er að allir innviðir samfélagsins séu vel frambærilegir á þeim svæðum sem ferðaþjónusta á að þrífast. Ef innviðir eru skornir við nögl er óvíst að fjöldi ferðamanna sé nægilegur svo rekstur ferðaþjónustufyrirtækjanna sé arðbær, hvað þá í samanburði við áhættulítinn rekstur eins og stóriðju sem til að mynda er ónæmur fyrir árstíðabundnum sveiflum.
Samgönguáætlun er því verkfæri sem stuðlar beint að fjölgun starfar og auknum arði í ferðaþjónustu. Fyrir íbúa landsbyggðarinnar skiptir gríðarlega miklu máli að samgönguáætlun sé miðuð að einhverju leyti við þarfir ferðaþjónustunnar. Skýrt dæmi um gildi samgangna fyrir ferðaþjónustu má lesa af myndinni, sem er gerð eftir gögnum frá Hagstofu Íslands.
Á myndinni sjást áhrif stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi (AL) og einnig má sjá að Norðurland (NL-V og NL-E) ber skarðan hlut frá borði, en hlutfallslega hefur fjölda gistinátta á Norðurlandi fækkað um tæp 20% á fimm ára tímabili. Flestir munu sammála um að gildi ferðaþjónustu fyrir blómlegt atvinnulíf á ákveðnum landssvæðum tengist fjölda gistinátta, því hlýtur áhugi á bættum samgöngum við Norðurland að kvikna.
Það augljósa verkefni sem lenging Akureyrarflugvallar er, hefur af einhverjum ástæðum verið haldið í heljargreipum aðgerðaleysis af hálfu forystumanna sveitarstjórna og ekki síður fulltrúa okkar á Alþingi. Vaðlaheiðargöng eru annað þjóðþrifaverk sem mikið er spjallað um, en hefur fallið í skugga jarðgangnagerðar til Héðinsfjarðar. Bæði verkefnin eru á samgönguáætlun í mýflugumynd sem er einfaldlega óásættanlegt fyrir þróun atvinnulífs og samfélags á Norðurlandi.
Ein þeirra tillaga sem horfir til framfara í samgöngumálum er nýgamall Kjalvegur, milli Skagafjarðar og uppsveita Árnessýslu, en ekki síður liggur hann milli ferðaþjónustukjarnanna Mývatns og Gullfoss/Geysi. Einnig styttir nýr Kjalvegur leiðir milli byggðakjarna á Norður- og Austurlandi, svo sem Akureyrar, Húsavíkur og Egilsstaða, og á Suðurlandi, svo sem Selfoss og Reykjavíkur. Samkvæmt Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri er ábati af verkefninu um 5,6 til 6,0 milljarðar króna miðað við 6% arðsemiskröfu og að auki minnkar mengun og umferðaröryggi eykst. Í úttekt RHA er þó ekki metin bein eða óbein áhrif á ferðaþjónustu vegna nýrra möguleika sem fylgja fjárfestingu í samgöngumannvirkjum sem nýr Kjalvegur er, heldur einungis tiltekinn óskilgreindur ábati nýrra ferðamanna. Einnig er áhrif á umhverfi lítt metin til fjár, sem er sjálfsagt raunhæft ef litið er á nýjan Kjalveg sem endurbyggingu á núverandi Kjalvegi með sögulegri skírskotun. Ég hvet lesendur til að kynna sér málið og vonandi styðja það með ráðum og dáð að því loknu, því Norðlendingar þurfa á því að halda.
Bjarni P. Hjarðar er verkfræðingur og starfar við HA
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 16:01
Steingrímur J. er Dr. Strangelove
Netlögreglufíkn Steingríms J. Sigfússonar minnir á hið rétta eðli VINSTRI-grænna, sem er að stjórna í þeirri fullvissu að "stjórnmálaskrifstofan" (politbyro) hafi rétt fyrir sér út yfir gröf og dauða. Stundum er skellt á sig huliðshjálmi til að ná markmiðum sínum, í dag er hann græn slikja.
Í myndinnni Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb eftir Kubrick er höfuðpersónan í stöðugri baráttu við að halda niður á sér hægri hendinni með þeirri vinstri svo ekki verði til kveðja national-sósilistanna í þriðja ríkinu. SJS stríðir við sambærilegt vandamál.
Herferð slikjusósilista þess efnis að raða fólki upp eftir því hvort það telji sig vera GRÆNT eða GRÁTT er ógeðfelld og minnir klárlega á kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Að 8000 manns skrái sig samþykk þessu, aðallega vegna áhuga á náttúru Íslands, er sorglegt. Ég fordæmi þessa nálgun í ljósi nútímalegrar hugsunar og tel þetta forkastanleg vinnubrögð í íslenskri pólitík. Heimóttarskapur á tímum alþjóðavæðingar er óviðeigandi barnaskapur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2009 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 13:41
Rör í rassi
"Þeim svipar saman hjörtunum í Súdan og Grímsnesinu".
Þeim svipar saman rörunum í Póllandi og í Grímsnesinu!
Þetta "detox"-dæmi hennar Jónínu Ben er nú bara fyndið, ég er farinn að halda að það sé sami rassinn undir þessu liði öllu, Baug, Mogga og Byrgi.
23.1.2007 | 20:23
Börn í Byrginu og börn í fjárlaganefnd
Hvaða brill er þetta hjá xBdsm að brenna 240mills (auk húsnæðis) ALGERLEGA án nokkurs minnsta áhuga á ÁRANGRI!? Það myndi nú heyrast eitthvað ef Vegagerðin myndi tvöfalda Reykjanesbrautina og fara ekki fram á að hægt væri að keyra eftir nýlögðum veginum. Svo er fólkið bara í Sádí-Arabíu, útbíaðri í olíu...
Hverjir voru vistmenn Byrgisins? Samkvæmt fregnum af Hrauninu! notar Fangelsimálastofnun Byrgið ótæpilega til að gera afplánun níðinga og handrukkara bærilega. Dómsmálaráðuneytið VERÐUR að gera grein fyrir þátt Byrgisins í AFPLÁNUN og þar með talið fjárreiðum í kringum það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2009 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 13:45
Lobbi í liðugum
Í tilefni vaxtaokursins nefndi Guðmundur Ólafsson hagfræðingur möguleikann á að "...skipta um almenning."
17.3.2006 | 14:47