Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ísland 2008 Róm 64

"Ég sat heima hjá honum [EG]drykklanga stund þriðjudaginn 25. október 2011, og rifjuðum við upp umsátrið um Seðlabankann strax eftir hrun, en þá héldu bankastjórarnir stundum fundi til að stappa stálinu í starfsfólkið: Davíð Oddsson sagði þá skemmtisögur, Eiríkur greip gítar og söng, og þriðji bankastjórinn, Ingimundur Friðriksson, lék á flygil [slaghörpu]. " (HHG)

Sorpflokkun

Sveitarfélög bera ábyrgð á hirðu úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum.  Líklega skynsamlegt af þeim að missa sig ekki í 2007-hugmyndafræði við að stjórnast í því.  Kannski er besta lýsingin á núverandi hugmyndum einkafyrirtækjanna eftirfarandi: 

..."Flest störf, sem hjer eru unnin vitna um áhuga viðvaningsins á árangrinum en ekki ást fagmannsins á verkinu"... (HKL)


Íslensk fyndni

 "Þá sagði yfirmaður SP við mig að ég ætti að taka strætó, ég ætti ekki að vera á bíl ef ég hefði ekki efni á því að borga af bílnum mínum. Svo sagði hann við mig að þeir væru ekki félagsmálastofnun og endaði svo með einhverju því fáránlegasta sem ég hef heyrt, sagði að ef Júdas hefði fjárfest með peningunum sínum þá væri fjölskylda hans sú ríkasta í heimi í dag. " EK

Mafía

Mafía er hún og mafía skal hún heita.

Magnað að fyrrum formaður Framsóknarflokksins skuli velja "Íslensku stjórnunaraðferðinni" þetta nafn.


Plastpokar og umhverfisklám

Undanfarin "plastpokaumræða" er áhugaverð út frá sjálfbærnihugtakinu.  Yfirskriftin er að auka endurvinnslu og að óbreyttu úrgangsmagni að draga úr úrgangi til urðunar.

 

Umræða um notkun á plasti, einkum plastpokum sem hafa verðgildi sem umbúðir, hefur að einhverju leyti snúist um að burðarpokar með auglýsingu verslana séu stærsta umhverfisvandamálið og m.a. vísað í að "mörg Texös" af plasti fljóti um í Kyrrahafinu. Því eigi taka upp gríðarlega flokkun á heimilum ekki síst því þá hljóti eitthvað betra að fylgja í kjölfarið. Jújú, auðvitað þarf að koma sér upp úr sófanum... !?    

Ef lagt er útaf því sem kom fram hjá einum viðmælanda í Landanum nýlega þá eru þessir 20-25 kr dýru og um 20gr þungu haldapokar nánast eina plastið sem er endurnotað af því plasti sem borið er inn á sérhvert heimili (sem umbúðir um annan úrgang o.fl.). 

Ætla má að afar óskynsamlegt sé að bæta við glærum plastpokum svo starfsmenn einhverra úrgangsstjórnunarfyrirtækja geti séð poka fulla af endurvinnsluefnum þjóta framhjá á færiböndum og greint og gripið rétta poka (hefur enginn heyrt um vélar?).

   

Ennþá verra er að sólunda matvælum til að búa til um fjórum sinnum dýrari hálfgagnsæja poka („maís- eða kartöflusterkjupoka“ sem eru yfirleitt með hefðbundnu plastefni til styrkingar og eru því „nógu niðurbrjótalegir“) (slíkir pokar eru úr kolvetnakeðjum sem búa til CO2 við loftháð niðurbrot og eru því í raun verri en plastpokar sem ekki brotna niður...og eru því best geymdir til síðari endurvinnslu).

Ef ég vísa aftur í Landann þá er sagt að ef hver íbúi noti 300 poka á ári sé verið að tala um þrjá poka á sekúndu. Nú eru um pí x 10^7 sekúndur í árinu, nánar tiltekið 60x60x24x365=31,5 milljón sekúndur og því fæst um 100 milljón pokar.  Mér þótti því snautlegt að allir þessir pokar væru „urðaðir í þúsund ár“ og orð forstjóra eins hirðufyrirtækis um að fólk í sveitarfélögum þar sem það er væri með starfsemi væri allt að því hætt að nota innkaupapoka væru ekki skoðuð nánar (því varla hættir fólk að versla í þessum sveitarfélögum þó dýrara sé að meðhöndla úrganginn ?). Hvað þarf marga starfsmenn til að grípa þessa 100.000.000 poka á ári og hvað skyldi það nú kosta ( eina krónu, tíu krónur á stk.?) og hver borgar það ?!

Umræða um Pokasjóð er gagnleg og sjálfsagt að spinna þar áfram. Ef við ætlum hverju heimili að kaupa einn burðarpoka á dag þá er einfalt að reikna út að ef heimili á Íslandi eru 110.000 og 360 dagar í árinu að pokarnir eru um 40 milljónir og verðmæti þeirra því um milljarður króna. Hvernig nýtist það til að auka endurvinnslu (góð spurning?) !?

Svo mætti gjarnan fylgja eftir lífrænu vinnslunni og velta fyrir sér ánægju íbúa og kostnaði sveitarfélaga við meðhöndlun á úrganginum.  Áhugaverð dæmi eru sjálfsagt í Stykkishólmi, í Fjallabyggð, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. 

Í ár stefnir í að SORPA vinni vel yfir 1 milljón rúmmetra af metani sem bifreiðaeldsneyti úr hauggasi sem myndast við niðurbrot lífrænna efna á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.  Það jafngildir yfir 1 milljón bensínlítra sem ekki þarf þá að kaupa inn með tilheyrandi umhverfislegum, félagslegum og fjárhagslegum sparnaði.  Þessi metanframleiðsla  er um fimm sinnum meira magn af olíuígildum en allir haldapokarnir (300-350 tonn eða um 1% af heimilisúrgangi) sem búið er að endurnota a.m.k. einu sinni!

Einnig hefur verið bent á að plast sé í eðli sínu ágætt efni til urðunar ef litið er á urðun sem skynsamlegan kost til ráðstöfunar á plasti (til dæmis er mjög erfitt á endurvinna ALLT plast frá heimilum, svo sem PVC eða Polystyren) langt frá öllum mörkuðum fyrir plast sem endurvinnsluefni (það þarf að eyða olíu til að flytja plast úr landi).  Það er nefnilega hægt að búa til olíu úr plastinu og ég ætla að íbúar muni sjá sér hag í að gera það löngu áður en 1000 ár eru liðin (og jarðefnaolían rándýr og illfáanleg).  Því má leiða að því einföld rök að eyða olíu til að safna saman öllu plasti frá heimilum sérstaklega, sé arfavitlaus framkvæmd í dag á Íslandi.  Ég veit að SORPA er í rannsóknarverkefni ásamt NMÍ og CRI, styrktu af Rannís, til að kanna hagkvæmni þess að gera olíu úr plasti og skyldum efnum.  Hver veit nema 20 ára birgðir af plasti verði að olíu innan tíðar?

Sem sagt, blöndum vel skilgreindum hugtökum eins og sjálfbærni og lífs- (vist-)ferilsgreiningu inn í umræðu um umhverfismál, takk fyrir.

ES: Stefán Gíslason benti á að allir svona pokar eru úr plasti: sumir úr hreinu jarðolíuhráefni og aðrir eru svonefndir "bíóplast"-pokar.  Niðurbrot þeirra sést á mynd til hliðar og er kannski helmingurinn af pokanum horfinn eftir 10 daga???  Svo skora ég á fólk að lesa  http://en.wikipedia.org/wiki/Biodegradable_bags og http://en.wikipedia.org/wiki/Biodegradable_plastic


HARPA

"You did well, Bernardo, to hide us the real sum required to construct all these buildings, If you had told us the true, I do not know if I became convinced to a so enormous expense; and this palace and this cathedral, the most splendid in all Italy, maybe, had not been erected". (Pio II)

Verður þetta dómurinn um hrunið? Eða að ræningjarnir fái hrós fyrir að ræna Deutsche Bank meira en almenning á Íslandi? Að stolt okkar felist í yfirgangi og sóun á heimaslóðum! Hmm.


369 milljónir

Alveg er þetta makalaust, einhverjir lögfræðisnápar fá 369 milljónir til að semja æruna af Íslensku þjóðinni.  Bjartur í Sumarhúsum hefði t.d. geta keypt svona eins og 2.000 leyfi á hreindýrstarf á öllum svæðum nema "AKTU TAKTU".

Bridge

Ekki náði sveitin "Pétur og úlfarnir" í úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni. Eftir krónískar undirmeldingar og almennt rugl, þá sá ég ástæðu til að rifja upp smátakta í SÍÐASTA SPILINU sem ég spilaði hvorki meira en minna! Sem sagt BH í Westur (Reese sat einungis í S en auðvitað líka í W):

N 1S A pass S pass (eftir umhugsun) W 1NT (17-19 hp! en til að eiga gröndin) N p A 3L (til að spila) S p W 3T (til að fá ekki tígul út, a la Alli J.) N p A 3NT (W heldur náttúrulega að 3L þýddi e-ð annað!) S p W p N p S3 út og örskömmu síðar var pakkað saman eftir að W tók 9 fyrstu slagina.

15 215 3N W = S3 -600 -442 442


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Metan og FÍB

Ég hef nokkur kynni af hreinsun á hauggasi af urðunarstað SORPU í Álfsnesi svo úr verði eldsneyti á (bensín-)bíla.  Svo virðist á auknum áhuga að brátt verði að skoða aukna framleiðslu og/eða innflutning á gasi til þessara nota.  Eitt virðist mér vanta, en það er áhugi FÍB að gæta hagsmuna félagsmanna sinna í svonefndum orkuskiptum, það er frá jarðefnaeldsneyti yfir í vistvænna eldsneyti.  FÍB sýnist mér býsna einfeldningslegur hagsmunagæsluhópur þegar best lætur.  Framganga FÍB í umræðu um Vaðlaheiðargöng virðast einnig nokkuð einfeldningslegar, t.a.m. ef litið er til greina sem skrifaðar hafa verið í Vikudag um málefnið.

Útvegum leikskóla - björgum tónlistarnámi -minnkum ójöfnuð og sóun

Tillaga að lausn leikskólamála-tónlistarnáms í Reykjavík?  Hér er þriggja þrepa tímastillt áætlun:

1. Átta sig á að "meðalstærð bekkjar" (fjöldi barna á hvern kennara) er 4-5 börn/kennara í leikskóla, en 20-25 börn/kennara í grunnskóla.  Leikskólakennarar eru hæfir til að kenna börnum í yngstu bekkjum grunnskólans (skv skilgreiningu).  Tónlistarnemar (einkum á framhaldsstigi) "fara til" kennara í stað þess að hann mæti til nemans og segja má að a.m.k. sé "1 á 1" í tónlistarnámi á framhaldsstigi.

2. Færa grunnskólann niður um eitt ár á tveimur árum, svo börn hefji nám ári yngri í grunnskóla og útskrifist því fyrr.  Grunnskólakennarar væru samþykkir því þá hafa þeir meira að gera og verða ekki varir við niðurskurð á núverandi "aukatímum" (sem nýta má í tónlistarnám...).  Einnig er auðvelt að fá aukakennara í yngstu bekkina (nægur peningur til skv. 1)

3. Nýta grunnskólahúsnæði undir markvisst tónlistarnám fyrir alla á grunnskólaaldri.  (Þetta er sjálfsagt því í ljós mun koma a)vannýtt húsnæði eftir kl. 14 í einsetnum grsk og b) vannýttir hæfileikar barna sem ekki fá kennslu í tónlist.)  Hér má benda á lokaverkefnið "Dreifður tónlistarskóli" sem Lilja Sveinsdóttir gerði undir minni leiðsögn 2004.  Ég hafði áhuga á viðfangsefninu því að af 20 nemum á framhaldsstigi í Tónlistarskólanum á Akureyri voru 19 af Brekkunni en einn (1) úr Þorpinu!?  Auðvitað ættu sem flest börn að fá kennslu í tónlist sem fyrst.  Einnig er framhaldsnám styrkt af sveitarfélögum á kostnað almennings vafasamt í prinsippinu og er nefnt "pilsfaldakapítalismi" í heimi fullorðinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband