5.2.2014 | 22:22
Sjóðasósíalismi
"Miðað við frétt Fréttablaðsins í dag erum við hins vegar á hraðferð inn í sænskan sjóðasósíalisma, með því að íslensku lífeyrissjóðirnir eiga nú þegar um 37% allra hlutabréfa á aðallista íslensku kauphallarinnar.
Lífeyrissjóðir eiga jafnvel í fyrirtækjum sem keppa innbyrðis á markaði, t.d. í báðum helstu tryggingafélögunum. Sjóðirnir eru alls staðar.
Þeir eiga t.d. í Össuri (110,2 milljarða króna virði), Icelandair (98,5 ma.), Marel (94 ma.), Högum (52,4 ma.), Eimskip (50,7 ma.), VÍS (26,4 ma.), TM (23,2 ma.), Reginn (20,7 ma.), N1 (18,8 ma.), Vodafone (10,3 ma.) og Nýherja (1,5 ma.).
Á Íslandi var það gjarnan svo hér áður fyrr að eignarhald olíufélaga var eins konar djásn í krúnu fyrirtækjakapítalista. Eitt slíkt djásn var gjarnan í helstu keðjum fyrirtækja, svo sem hjá Kolkrabbanum og Smokkfiskinum.
Nú er N1 sem sagt í sameign sjóðsfélaga í sjóðasósíalismanum íslenska. Þetta er auðvitað athyglisverð þróun."
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.