28.3.2007 | 08:50
Álver og raflínulagnir í jörð
Raflínulagnir í jörð eru dýrari (5 til 25 sinnum eftir því hversu þéttbýlt svæðið er sem þær liggja um og eftir því hversu há spenna er á línunni, 110 - 220 - 440 kV). Þær flytja mun minna (því minna sem hærri spenna er á línunni - helming á við loftlínu) og hafa mun minna rekstraröryggi (bila tvöfalt oftar og hafa vonda rafmagnsfræðilega eiginleika). Þetta leiðir af sér að háspennulagnir í jörð eru minna en 2% af öllum háspennulínum í Evrópu og minna en 1% á Íslandi, því skynsemin ræður á flestum stöðum... Að auki er jarðrask margfalt við lagningu og rif jarðstrengja á við loftlínu.
Ég tel að ALCAN hefði átt að eyða fjármagninu í önnur loforð, til að mynda að byggja upp meiri úrvinnslu á áli á iðnaðarlóðinni í Hafnarfirði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.