Séð á eftir samstarfsmönnum

Undanfarið og á næstunni sé ég á eftir yfirmanni, samstarfsmönnum og hæfum sérfræðingum sem gefið hafa mikið til starfs og umhverfis.  Öll þeirra iðja endaði án viðurkenningar.

Í draumi sér­hvers manns er fall hans falið.

Þú ferðast gegn­um dimm­an kynja­skóg

af blekk­ing­um, sem brjóst þitt hef­ur alið

á bak við veru­leik­ans köldu ró.

Þinn draum­ur býr þeim mikla mætti yfir

að mynda sjálf­stætt líf, sem ógn­ar þér.

Hann vex á milli þín og þess, sem lif­ir,

og þó er eng­um ljóst, hvað milli ber.

Gegn þinni lík­ams­orku og and­ans mætti

og önd­vert þinni skoðun, reynslu og trú,

í dimmri þögn, með dul­ar­full­um hætti

rís draums­ins bákn og jafn­framt minnk­ar þú.

Og sjá, þú fell­ur fyr­ir draumi þínum

í full­kom­inni upp­gjöf sigraðs manns.

Hann lyk­ur um þig löng­um armi sín­um,

og loks­ins ert þú sjálf­ur draum­ur hans.

Steinn Stein­arr

(Ferð án fyr­ir­heits, 1942.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband