30.5.2007 | 13:50
Kosningar og kosningakerfið
Stjórnin hélt. Kosningakerfið hélt ekki.
Ég legg til nýyrðið þvermælska, sem lýsir framgöngu forustumanna VG og xB - skýrir sig sjálft. Annað nýyrði sem gæti verið viðeigandi er pirrupólitík sem þriðja pól við samræðu- eða athafnastjórnmál. Þriðja nýyrði er stjórnmálsemvirðastbyggjaáþvíaðsagahækjurtilhálfs, eða SASS ef því er snarað á latínu og svo stytt. Svo legg ég til að væntanleg ríkisstjórn taki upp skammstöfunina SOS í stað BS (Baugsstjórnin).
Friðlýsum svo: -Framsóknarflokkinn. -Vestfirði og Dalina. -Norð-NorðAusturland (svæðið frá Kaldbak að Smjörfjöllum). -101 Reykjavík
ES: Nú verður Valgerður formaður Framsóknarflokksins og Siv varaformaður. Síðan ætti flokkurinn að keyra á ungmennafélagsandann, kvenfélagauppbyggingu og heimilisbókhald sem baráttumál.
Hver á kosningakerfið? Sennilega eiga vísindin, stjórnmálaflokkarnir og kjósendur hlut í kosningakerfinu (fyrir utan "lýðræðishugsunina").
Vísindin vilja stefna að bestu stærðfræðilegu lausn, gefin eðlisfræðilega réttlætanleg randskilyrði. Núverandi KK (og einnig það síðasta) virkuðu á sinn hátt í öllum kosningum nema núna. Einfaldasti mælikvaðinn á það er að minnihluti atkvæða gaf meirihluta þingmanna. Óásættanleg að þetta gerist þó það sé ekki óásættanlegt að þetta GETI gerst.
Stjórnmálaflokkar vilja líta á sig sem stofnun og þannig er hætta á að þeir vinni gegn lýðræði. Dæmi um þetta eru nokkur, tam 5% lágmarksfylgi, fjárstuðningur við flokka og hætta á flokksræði við val á frambjóðendum.
Kjósendur vilja yfirleitt geta beint atkvæði sínu í ákveðinn farveg, til flokka og/eða einstaklingum og að auki vilja þeir að atkvæði þeirra séu jafngild. Nokkuð skortir á þetta hjá okkur svo sem með vægi atkvæða (1,9 í Norðvestur á móti Kraganum). Einnig má benda á að í núverandi KK er "höfuðborgarsvæðið" með meirihluta á Alþingi, sem mjög líklega grefur undan því sjónarmiði að þingmenn frá einu svæði á Íslandi séu betri (eða verri) en frá öðru svæði.
Lausnir sem ég sé eru af þrennum toga;
1) Handahófskennt val hæfilegra margra fulltrúa okkar, tam 43, í stað kosninga. Enginn gæti skorast undan, nokkurs konar kviðdómur. Þessir fulltrúar hefðu að sjálfsögðu öfluga sveit sérfræðinga til að tryggja formalíuna.
2) Blandað kerfi, eins og tam í Þýskalandi og Ástraliu.
3) Neikvætt kerfi, þannig að innan lítt breytts KK gætu kjósendur kosið burt þá lista og frambjóðendur, jafnvel í öðrum kjördæmum, sem þeim líkar síst við. Þessu mætti blanda saman við núverandi jákvæða kosningu.
Meira síðar.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 25.1.2009 kl. 11:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.