29.11.2007 | 22:22
Menntun - Innrás eđa útrás?
Heimskt er heimaaliđ barn er velţekktur íslenskur málsháttur. Flestir sem hafa íslensku ađ móđurmáli skilja hann svo ađ gagn og gaman sé fólgiđ í ađ hleypa heimdraganum og sigla.
Í málshćttinum felst áskorun sem framhaldsnám á háskólastigi á Íslandi hefur um langt skeiđ svarađ, međal annars í ađ íslendingar í doktorsnámi eru langflestir erlendis. Í flestum tilfellum kostar viđkomandi háskóli, rannsóknarsjóđur eđa samstarfsfyrirtćki hans nám og ţjálfun doktorsnema, einkum í verkfrćđi og raunvísindum. Fyrir ámóta fyrirkomulagi er lítil hefđ og til langs tíma lítill áhugi á Íslandi. Nú má merkja ţróun í átt ađ öflugra framhaldsnámi í íslensku háskólasamfélagi, hvort sem litiđ er til stefnumótunar háskóla eđa stjórnvalda eđa til fjármögnunar á framhaldsnámi á háskólastigi. Sú leiđa hugsun ađ ekki sé til krítískur massi á mörgum sviđum vísinda hérlendis er sem betur fer á undanhaldi. Jafnvel er haldiđ fram ađ ef háskólanám sé eflt eins nauđsynlegt er til ađ ná og halda samkeppnisforskoti á samanburđarţjóđir sé hćtta á ađ Íslendingar missi ţá víđsýni og fjölbreytni sem nćst viđ ađ senda ungt fólk til náms erlendis. Ţetta sjónarmiđ er afkáralegt í samhengi viđ skilgreiningu M. Porters á Íslandi sem nýsköpunarsamfélagi, sem nćsta skref á ţróunarbrautinni eftir skilvirknisamfélagi. Skilvirknisamfélag leggur áherslu á aukna menntun ţegnanna, en nýsköpunarţjóđfélagiđ nýtir ţá ţekkingu í samblandi viđ fjárfestingar til sóknar ađ auknum lífsgćđum. Ađ afla sér menntunar er ađ taka ţátt í sjálfstćđri atvinnugrein, menntakerfinu, sem myndar undirstöđu nútímasamfélags. Einnig rifjast upp fyrir mér sjónarmiđ framsýnna manna sem sögđu fyrir um 20 árum ađ réttast vćri ađ grunnmenntun á háskólastigi fćri fram erlendis, en framhaldsmenntunin hérlendis, sem endurspeglast nú í skilgreiningu Porters. Ađ stunda ekki framhaldsnám og rannsóknir í mun ríkari mćli hérlendis en gert er nú, gćti veriđ heimska.
Ísland er í hópi ţjóđa hvar inn- og útflutningur á vörum og ţjónustu skiptir miklu fyrir hagsćld og velfarnađ. Undanfarin ár hefur vöxtur ţjónustugeirans, svo sem bankastarfsemi og ţjónusta hins opinbera, boriđ uppi fjölgun atvinnutćkifćra fyrir háskólamenntađ fólk. Gríđarleg spurn er eftir verkfrćđi- og raunvísindamenntuđu fólki í bankageiranum, en stóraukiđ vafstur fjármálafyrirtćkja hefur breytt forsendum stúdenta viđ öflun ţekkingar og einnig hvađa menntunar ţeir leita. Hlutfall framhaldsskólanema sem fer í nám á háskólastigi er nú um 70% og hefur hćkkađ úr um 25% áriđ 2000. Úr háskólum útskrifast um 70% ţeirra er innritast. Ofangreind hlutföll duga til ađ fullnćgja áđurnefndri kröfu um skilvirknisamfélag í alţjóđlegum samanburđi, ţó nám í verk- og tćknifrćđi sé óvinsćlt á Íslandi miđađ viđ skilvirk ţjóđfélög í Asíu. Stjórnvöld hafa fylgt ţessu eftir á undanförnum árum, en framlög til frćđslumála hafa aukist frá 1998 til 2005 um 1% og eru nú um 7,6% af landsframleiđslu samkvćmt Hagstofu Íslands. Samtímis sýna athuganir ađ Íslendingar hafa lága framleiđni á vinnustund og jafnframt ađ vinnustundirnar eru fleiri en hjá samanburđarţjóđum. Ţví má álykta ađ ţrátt fyrir ađ vilja vera nýsköpunarţjóđfélag sé enn nokkuđ í ađ tími ţess sé kominn hérlendis. Skynsamlegt er ađ vel menntađ fólk sinni nýsköpun og frumkvöđlastarfi í ţeim greinum sem einkenna slík samfélög og skilja ţau frá samfélögum sem byggja á auđlindanotkun og frumframleiđslu. Ţví á ađ stórefla rannsóknartengt framhaldsnám á háskólastigi, gjarnan á sviđum mennta- og menningar. Beinlínis er nauđsynlegt ađ biđja um innrás nemanda og vísindamanna í framhaldsnámi á háskólastigi. Nú ţarf ađ flytja inn vinnuafl í greinar ţar sem háskólamenntunar er ekki krafist, svo sem byggingarstarfsemi. Ţar virđist miklu skipta ađ starfsmenn ađlagist íslensku umhverfi og jafnvel samlagist íslensku ţjóđfélagi og menningu. Eitt af ţví heimóttarlegasta sem haldiđ er fram og hefur veriđ nokkuđ áberandi undanfariđ er ađ nauđsynlegt sé ađ stunda viđskipti og veita ţjónustu, svo sem háskólanám, á ensku. Ţađ sér hver mađur ađ meira skiptir ađ menningin sé ţannig ađ litlu skipti hvađa tungumál er notađ í samskiptum. Kannanir sýna ađ oftrú á ensku geti beinlínis veriđ skađleg fyrir uppbyggileg samskipti milli menningarheima og viđskiptaađila. Evrópusambandiđ leggur stórfé í ađ bćta samskipti menningarheima međ ađgerđum innan vísindaáćtlunarinnar og međ áherslum á samvinnu háskóla og nemendaskipti. Ţessu tengist svonefnd Bologna-yfirlýsing sem lýtur ađ auknu samstarfi og samhćfni háskóla í Evrópu og gerir nemendum, kennurum og frćđimönnum auđveldara ađ nema og starfa utan heimalands síns. Markmiđiđ er ađ auka samkeppnishćfni evrópska háskólakerfisins og vera um leiđ lyftistöng fyrir rannsóknir og nýsköpun í álfunni. Ef viđfangsefnin og samstarfsfólkiđ eru fjölbreytileg og innviđir svo sem samgöngur og nettenging samanburđarhćfir, er ágćtt ađ vera alinn heima.
Á Íslandi er háskólamenntun ađgöngumiđi ađ millistétt sem vinnur minna og ber meira úr býtum en fólk án háskólamenntunar. Sem dćmi voru áriđ 2005 árslaun sérfrćđinga 5,5 Mkrfyrir 40,2 stundir ađ međaltali á viku, iđnađarmanna um 4,7 Mkr fyrir 49,3 stundir á viku og verkafólks um 3,2 Mkr fyrir 49,4 stundir á viku (Hagstofa Íslands). Í samfélagi sem byggir á ţekkingu er augljóst ađ fleiri og fleiri ţurfa framhaldsmenntun á háskólastigi til ađ viđhalda faglegu forskoti á sístćkkandi hópa háskólamenntađra. Ţví er áhugavert fyrir stjórnvöld á Íslandi er hvernig ţróun innanlands er. Í međfylgjandi töflu má sjá fjölda fólks í háskólanámi eftir lögheimili og kyni ásamt hlutföllum fólks í háskólanámi eftir landsvćđum fyrir áriđ 2006.
Tafla 1. Fjöldi í háskólanámi 2006 (Hagstofa Íslands).
Hbsv | Landsb | Alls [%] | Hbsv [%] | Landsb [%] | |
Alls | 12051 | 4450 | 17,0 | 18,6 | 12,0 |
Karlar | 4635 | 1593 | 13,1 | 14,9 | 8,8 |
Konur | 7416 | 2857 | 20,8 | 22,0 | 15,8 |
Mikill meirihluti háskólanema eru konur og jafnframt eru hlutfallslega fleiri konur en karlar af landsbyggđinni í háskólanámi. Hlutföllin endurspegla ţjóđfélagsbreytingar sem eru ekki einungis umhugsunarefni, heldur einnig mikilvćg stađreynd sem taka verđur afstöđu til. Utan höfuđborgarsvćđisins býđst háskólanám hjá Landbúnađarháskólanum á Hvanneyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum og Háskólanum á Akureyri. Heildarfjöldi stúdenta hjá ţessum háskólum er um helmingur fjölda fólks í háskólanámi af landsbyggđinni. Hluti skýringar ţess er takmarkađ námsframbođ og takmarkađur ađgangur ađ fjölbreyttri menningu. Eina undantekningin er nám í viđskiptafrćđum viđ Háskólann á Akureyri hvar meirihluti nema er í fjarnámi á höfuđborgarsvćđinu. Samkvćmt öllum lögmálum í rekstri vćri skynsamlegt fyrir stjórnvöld og einkaađila ađ styrkja nám sem fćri fram á svipuđum forsendum, ţađ er ađ svara ţörfum um menntun óháđ stađsetningu og koma í veg fyrir of háan kostnađ viđ ađ ţróa íslenskt samfélag. Ekki er ólíklegt ađ á nákvćmlega sömu forsendum og ţörf var á ađ efla skilvirkni í íslensku samfélagi međ framhaldsnámi erlendis ćttu íslensk stjórnvöld fyrir hönd ţegnanna ađ stuđla ađ ţróun í átt ađ nýsköpunarsamfélagi. Á Íslandi ţarf einfaldlega útrás af höfuđborgarsvćđinu á landsbyggđina. Ađ trúa ţví ađ einhverjir ađrir en stjórnvöld standi ađ ţví er einhver tegund af barnatrú.
Flokkur: Trúmál og siđferđi | Breytt 30.11.2007 kl. 08:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.